ríkisstjórnin er að gera sitt besta.

Þessi ríkisstjórn er að sjálfssögðu að reyna að gera sitt besta til að halda gjaldeyrisforðanum inni í landinu! Hvað er rangt við að banna fólki að taka út fleiri milljónir og gersamlega blóðmjólka þjóðina? 

Slakiði á, þið fáið að fara til útlanda og fáið að fara í nám. Það er ekki verið að hefta almenning um slíkan gjaldeyri.

Ég er sjálf stödd í Thailandi um þessar mundir og kem ekki heim fyrr en í lok apríl. Ef íslenska krónan væri ekki svona veik þá væri ég ekki að hafa áhyggjur af peningnum sem ég á inni í Kaupþingi en það hef ég núna. Auðvitað er maður spældur og sár. Það eina sem maður sér er að krónan veikist stanslaust en ég einfaldlega get ekki trúað því að ríkisstjórnin sé að gera nokkuð annað en að reyna bjarga þjóðinni úr þessum hremmingum!

Ég er hjartanlega sammála því að dagar Davíðs Oddssonar eru löngu taldir en ég er ekki sammála því að ríkisstjórnin eigi að víkja hið snarasta og ganga eigi til kosninga.
Í aðstæðum sem þessum eigum við Íslendingar að standa saman sem þjóð. Ekki ópa og æpa og kenna bara einhverjum um. Það sá enginn þetta ástand fyrir ári. Það ætlaði sér ENGINN, ENGINN að koma þjóðinni í þessa stöðu sem hún er í núna. Við getum ekkert skipt um stjórn bara einn tveir og tíu. Það er bæði tímafrekt og dýrt auk þess er fólk svo reitt og bælt að ég einfaldlega held að það yrðu tóm mistök að kjósa nýja ríkisstjórn undir þessu andrúmslofti sem ríkir yfir þjóðinni um þessar mundir.

Hvað varðar Davíð og stjórn Seðlabanka Íslands, þá er mín skoðun sú að hún eigi að víkja eins og skot. Ráða á hagfræðinga og fólk sem er menntað í þessa stöðu. Ekki stjórnmálafræðing með 40 ára próf í lögfræði! 

 

 

 

Ég vil bara koma skoðunum mínum á framfæri og ég bið ykkur helst að ráðast ekki á mig þó að þær falli ykkur ekki í geð. Þetta eru mínar eigin skoðanir og ég er ekki að setja neitt út á skoðanir annarra.


mbl.is Frumvarp um gjaldeyrisviðskipti lagt fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Elín Kristjánsdóttir

Höfundur

Elín Kristjánsdóttir
Elín Kristjánsdóttir
Nemi í fríi úti í Thailandi
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband